"A gentleman is one who puts more into the world than he takes out."

George Bernard Shaw

Um Sjéntilmenn

Sjéntilmannaklúbburinn Bifröst er félagsskapur nemenda við Háskólann á Bifröst. Stofnendur eru sjö talsins en teljum um fjörtíu manns í dag og fer þeim ört fjölgandi. Tilgangur klúbbsins er að stuðla, með fjölbreyttum hætti, að bættu háskólasamfélagi á Bifröst.

Verkefni sem Sjéntilmannaklúbburinn Bifröst hefur m.a. komið að eru gjafir til leikskólabarna á Bifröst, gjafir til félagsmiðstöðvarinnar Gauksins á Bifröst. Þá stendur klúbburinn fyrir árlegri Sumarhátíð Bifrestinga, sem er fjölskylduhátíð í boði klúbbsins ásamt öðrum smærri viðburðum. Allur ágóði þeirra viðburða sem Sjéntilmannaklúbburinn Bifröst heldur, fara beinustu leið í samfélagsmál á Bifröst. Nú síðast gaf klúbburinn Háskólanum á Bifröst risa grill í samstarfi við Límtré-Vírnet og Loft Orku ásamt því að gefa háskólasamfélaginu Folf Fresbee völl. Einnig stóð Sjéntilmannaklúbburinn Bifröst að söfnun fyrir eyrnahitamæli fyrir HVE Borgarnesi.

Verkefni

Sendu okkur skilaboð